Kæru blaðamenn mbl, reynið að kynna ykkur allar hliðar áður en þið skrifið svona frétt.

Það telst ekki fréttnæmt að það sé myndavél í símanum sem getur tekið myndbönd. Hið rétta er að myndavélin ræður við 720p HD myndbandsupptöku á 30 römmum á sek.
Að segja að síminn muni kosta á bilinu 199 til 299 Bandaríkjadali er líka frekar villandi fyrir þá sem ekki vita betur. Þetta verð er miðað við að fólk geri tveggja ára samning við AT&T í Bandaríkjunum og borgi út samningstímabilið ca 7-12þ á mánuði eftir hvaða þjónustuleið þú velur. Fyrir okkur Íslendinga verður væntanlega hægt að fá svona síma í Júlí/Ágúst fyrir svipaðan upphæð og símafyrirtækin hérlendis eru að selja iPhone 3GS á.
Aðrir nýjungar sem gleymdist að nefna eru meðal annars svokallaður "noise cancellation mic" sem notendur Nexus1 símans ættu að kannast við og að sjálfsögðu micro-SIM kortarauf líkt og iPad 3G notar.
mbl.is Apple tekur „risastökk"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er einhversstaðar hægt að sjá lista yfir alla "fitusana" á íslensku?

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 08:52

2 Smámynd: Magnús V. Skúlason

iPhone 4 er með sömu myndavél og Nokia N95 sem var kynntur 2006, ég segi ekki meir . . .

Magnús V. Skúlason, 8.6.2010 kl. 10:15

3 identicon

En það er nú flott að hafa síma í myndavélin ;-)

Simmi (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 10:35

4 Smámynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Magnús, hvar færðu þær heimildir? Er þetta sami sensor? Er flagan í honum jafnstór? Hlutföll þau sömu?

Held þú getir ekki svarað neinu af þessu játandi, það eina sem er eins er fjöldi megapixla.

Aftur á móti skil ég reyndar engan vegin megapixlarunk í farsímum

Rúnar Sigurður Sigurjónsson, 8.6.2010 kl. 11:09

5 identicon

Það er alveg magnað hvað hefur verið mikið látið með fjölda punkta í myndavélum yfir höfuð. Fæstir hafa neitt við myndavél yfir 10 megapixlum að gera af þeirri ofureinföldu ástæðu að það eru ekki margir sem stækka upp myndir af vinum og ættingjum á auglýsingaskilti í frítíma sínum. Held að fólk ætti frekar að hugsa út í aðra hluti, eins og td linsuna, stærðina á myndflögunni (ss. stærð á hverjum punkti) þar sem slíkar pælingar eru líklegri til að skila góðum niðurstöðum. Samt er fátt sem seljendur þessara tækja gorta af annað en pixlafjöldinn. 

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 17:20

6 identicon

Nú hefur borist mynd á netið tekin með iPhone 4 myndavélinni:

http://iclarified.com/images/news/9931/34388/34388.jpg

Ef hún er í sömu gæðum og mynd tekin úr N95 þá skal ég éta hattinn minn.

Tommi (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 20:50

7 identicon

Sæll nafni - þessi mynd sem þu bendir á er 5MB að stærð. Hvar fékkstu þær upplýsingar að hún hafi verið tekin á iphone?

Tommi2 (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 00:55

8 identicon

http://iclarified.com/entry/index.php?enid=9931

Tommi (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 07:33

9 identicon

Loksins komið flash (þá physical, en ekki software), Multitasking og betra batterí

Myndavélin er cool, en ég get ekki sagt að þessi sími hafi neinn yfirburð yfir Nexus One fyrir utan myndavélina... ennþá.

Ég á Nexus One símann frá google, sem hefur bæði myndavéla flash og adobe flash spilara í vafranum. Ég get deilt 3G netinu með því að breyta símanum í Wifi router sem ég get tengst úr hverju sem er.

Og já, ég get skipt um batterí á 10 sekúndum og nýtt batterí kostar 20$

Birkir Rafn Guðjónsson (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

iPhoneHjálp

Höfundur

iPhoneHjálp
iPhoneHjálp
Ég mun nota þetta blogg til að bæta við mikilvægum upplýsingum í iPhone tengdar fréttir sem misfróðir blaðamenn mbl senda frá sér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband